Nánar

Ég heiti Helga B. Haraldsdóttir og er menntaður sálfræðingur. Sjálf barðist ég við verkjasjúkdóma í þrjátíu ár þar til ég kynntist Verkjaendurferlun eða PRT (Pain Reprocessing Therapy) og svipuðum nálgunum sem byggja á breyttri hugmyndafræði í verkjafræðum og eiga rætur að rekja til taugavísinda og sálfræði. Þessar meðferðarleiðir hafa gjörbreytt lífi mínu og fjölda annarra. Talið er að að minnsta kosti 1,5 milljarður manna þjáist af krónískum verkjum og oft á tíðum er leiðin til bata möguleg og meira að segja nokkuð greiðfær. PRT er meðferðarleið sem hefur verið að skila miklum árangri hjá verkjasjúklingum og oft á stuttum tíma. Ef þú þjáist af langvinnum verkjum þá hvet ég þig til að hlusta á Verkjacastið (fimm stuttir hljóðvarpsþættir) og kíkja á bloggið mitt. Það er til mikils að vinna. Þú ert líka velkomin(n) í viðtöl til mín en ég er fyrsti viðurkenndi sálfræðingurinn/meðferðaraðilinn í Verkjaendurferlun (e. certified PRT therapist) á Íslandi.