Sagan mín

Ég heiti Helga B. Haraldsdóttir og er menntaður sálfræðingur. Sjálf barðist ég við verkjasjúkdóma í þrjátíu ár þar til ég kynntist Verkjaendurferlun eða PRT (Pain Reprocessing Therapy) sem byggir á nýrri hugmyndafræði í verkjafræðum og á rætur að rekja til taugavísinda. Þessi meðferðarleið hefur breytt lífi mínu og fjölda annarra. Talið er að um 1,5 milljarður manna þjáist af krónískum verkjum og oft á tíðum er leiðin til bata möguleg og meira að segja nokkuð greiðfær. PRT er meðferðarleið sem hefur verið að skila miklum árangri hjá verkjasjúklingum og oft á stuttum tíma. Ef þú þjáist af verkjum þá hvet ég þig til að fylgjast með Verkjacastinu, hljóðvarpinu mínu. Þú ert líka velkomin(n) í viðtöl til mín en ég er fyrsti viðurkenndi sálfræðingurinn/meðferðaraðilinn í Verkjaendurferlun (certified PRT therapist) á Íslandi.